06. april 2015

Skráningar í Herjólf

Vegna skráningar í Herjólf fyrir Orkumótið, þá þarf Rannveig hjá Herjólfi að heyra aftur í fulltrúum þessara félaga : Dalvík, Fjölnir, Grindavík, Grótta, KR, Stjarnan, Víkingur.
netfang : rannveig.isfjord@eimskip.com
Meira >

24. mars 2015

Nýtt nafn : Orkumótið í Eyjum, sama umgjörð og styrktaraðilar

Nýtt nafn : Orkumótið í Eyjum, sama umgjörð og styrktaraðilar

ÍBV og Skeljungur munu halda áfram farsælu samstarfi um mótahald  fyrir 6. flokk drengja.

Þetta ágæta mót hefur gengið undir nafninu Shellmótið í Eyjum frá árinu 1991, í 24 ár.

Nú hefur verið ákveðið að breyta nafninu í samræmi við áherslur Skeljungs og mun mótið heita Orkumótið í Eyjum frá og með deginum í dag. Þannig að þeir sem héldu að þeir væru á leiðinni á Shellmótið í Eyjum í sumar, eru á leiðinni á Orkumótið í Eyjum. Í framhaldi verður fljótlega opnuð ný heimasíða www.orkumotid.is  og feisbókarsíða  er komin í loftið.

ÍBV og Skeljugur

Meira >

11. mars 2015

Skráningar í Herjólf

Það fór bréf til allra tengiliða félaganna í kvöld, þar sem beðið er um að tengiliður hvers félags við Herjólf skrái sinn  hóp í Herjólf.
Skrá allt fyrir 1. apríl
greiða fyrir 10. maí.
 
Shellmótsnefnd
Meira >
Eldri fréttir